Tónlistar og myndlistar-samruna-gjörningurinn ‘Composuals’

Composuals er samsett orð úr composition og visuals og lýsir hugmynd þess.

Listamaðurinn Haraldur Ægir Guðmundsson túlkar frjálsan spuna freejazzhljómsveitar í olíulitum á striga, live fyrir áhorfendum. Listamaðurinn stendur yfir striganum sem liggur á gólfinu, 1,2 meter x 1 meter og lætur málninguna dropa niður á strigann undir beinum áhrifum tónlistarinnar. Málarinn vinnur í lit þess hljóðfæris sem grípur athygli hans, ef aðeins einn spilar tekur sá litur yfir myndverkið og verkið er fullbúið þegar hljómsveitin hættir. Hinn opni endi tónlistarinnar þýðir að verkið geti verið búið með aðeins örfáum málningar dropum og aðeins tekið fáar mínútur (ef bandið ákveður svo) eða dregist yfir lengri tíma og margþakið litum og spennu. Meðan á þessum flutningi/gjörningi stendur, myndar tæknimaður bæði hljómsveit og málara og kastar upp á vegg fyrir áhorfendur að fylgjast með.

Þátttakendur: Composuals I – VI Spunahljómsveit, trommur Birgir Baldursson hljómahljóðfæri/gítar Eðvarð Lárusson, kontrabassi Þorður Högnason og málmblásturhljóðfæri/tenór sax Jóel Pálsson.