BJÖRGUN

Èg gaf mig á tal viđ rauđann logann sem svaf ì köldu hafinu, hann saug ùr mèr orđin og dauđinn reis upp ađ baki mèr, kom ùr kafinu. Hann spurđi hver èg væri og hvert èg færi. Èg sagđi honum ađ taka mig ef hann vildi, èg væri ekki meir. Hann læsti klòm sìnum ì mig og togađi mig ì ölduna og èg gaf eftir ì von um friđ, dauđinn sagđi, komdu hèr þađ ekkert ađ òttast, þetta eru bara viđ, eldurinn og eilìfđin. Loginn táknar þitt hjartabál og èg er þìn dauđa sál, međ okkur ertu enginn en gætir þò bjargast ef tungan temur orđ þìn. Èg hèlt niđri ì mèr andanum er èg dansađi međ fjandanum ì köldu hafinu, er hjarta mitt brann. Rauđur loginn, sá er èg hræddist mest, stòđ upp ùr öldunni sem sòlsetur, og èg fann, hann tòk mig upp votann, drò mig á land, gròf mig ì sand og settist ì hafiđ. Dauđinn hafđi kvatt og laumast á kaf, èg slapp ùr þessarri atlögu, lá blautur og barinn, òvarinn fyrir heitum kossi rauđaloga, sem brenndi varir mìnar ì myrkrinu.

ÍSLAND

Silki mjúkir tindar
Sólglóandi fjalla
Fegurð fanna og linda
Og bergsins beittu halla

Íslands eyðijörðum
Svíður undan vindum
Úr skornum djúpum fjörðum
Seitlar úr tærum lindum

Brim á svörtum söndum
Við ósa jökulfljóta
Þögn í klakaböndum
Brestur milli grjóta

Um hvassar jökulsprungur
Vindar næða kaldir
Rauðar undir tungur
Logað hafa um aldir

Nátta myrku raddir
Ofan hljóða úr bergi

EF STEINAR GÆTU TALAÐ

Komdu nær, komdu nær
Heyri èg kallađ
Ùr köldum klettum
Viđ flòans tennur.

Èg hef sèđ þig áđur,
Hatađur, dáđur
èg hef sèđ þađ allt.

Èg hef sèđ skipin brotna,
hrædda menn drukkna,
leggjast hèr og rotna.
Hef sèđ börn ađ jöklinum dást
og svarta unga menn,
fađma hafiđ af ást.

Èg hef sèđ þig,
horfa á mig er èg glitra,
frosinn kaldur.
Og hèr er èg enn og bìđ,
bìđ eftir sumrinu
og eftir ađ geta sagt sögur,
frá òmunatìđ.
Eitt sinn voru hèr engir,
nema frostbitnir draugar
sem ì briminu hýrđust,
langir voru þeir dagar
get èg sagt þèr.

Sjáđu þarna,
þar sem reikur stìgur upp,
þarna bìđur framtìđin
međ rođagyllta strönd.

Taktu mìna hönd,
hentu þèr til hafs,
syntu djùpt,
þađ er svo ljùft ađ taka,
lìf þeirra sem vaka
á löngum nòttum.
Svona, stìgđu á mig
ofan viđ djùpann hyl,
þar sem brimiđ berst
ì hrìđarbyl,
þađ er ì lagi,
èg vil þèr ekki illt,
þvì èg held
þetta sè þađ sem þù vilt.

Èg hef sèđ margt
og èg þekki þig,
stìgđu á mig
og láttu þig falla ì hafiđ
og vittu til,
þù hittir þá alla
sem ì rođaljòsiđ vildu.