TRIO HALLA GUÐMUNDS

Kontrabassaleikarinn Haraldur Guðmundsson hefur leitt miðvikujazzinn á Slippbarnum frá því sumarið 2014, þá einu sinni í mànuði en þar til haustið 2015 í hverri viku. Haraldur flutti heim frá Austurríki árið 2013 en þar starfaði hann við tónlist í 7 ár, bæði með íslenskum tónlistarmönnum sem erlendum, frá því 2008 hefur hann spilað inn á og/eða gefið út 9 plötur, og er að hefja vinnu við útgáfu á nýrri breiðskífu á eigin efni í flutningi Don Lockwood trio.

Ari Bragi Kárason trompetleikari, hann stundaði einkanám hjá Sigurði Flosasyni og Hilmari Jenssyni og lék inná hljómplötu saxafónleikarans Jóels Pálssonar (HORN) sem hlaut mörg tónlistarverðlaun, með Eyþóri Gunnarsyni, Einari Scheving og Davíð Þór Jónssyni. Árið 2011 hlaut Ari Bragi íslensku tónlistarverðlaunin í flokknum “Bjartasta Vonin” í öllum flokkum. Hann hefur spilað inná tugi útgefna hljómplatna og verið fastur meðlimur í Stórsveit Reykjavikur frá heimkomu sinni úr námi frá New York þar sem hann stundaði nám við The NewSchool For Jazz and Contemporary Music. Sumarið 2012 lék hann um evrópu með hljómsveitinni Mezzoforte. Hann hefuru tekið þátt í mörghundruð verkefnum hér innanlands, komið víða við í tónlistarstefnum. Hann hlaut viðurkenninguna að verða valinn Bæjarlistamaður Seltjarnarnes 2014.

Andrés Thor Gunnlaugsson gítarleikari lauk mastersprófi í jazzgítarleik frá Hollandi árið 2006. Hefur setið masterklassa hjá Michael Brecker, Kurt Rosenwinkel, John Abercrombie og Avishai Cohen ásamt að hafa komið fram með Michael Brecker og the Royal Conservatory big band á tónleikum í City Hall in The Hague. Andres er einn stofnanda ASA trio, og hefur leikið með The Viking Giant Show, BonSom og Andreas Dreier quartet svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur gefið út hljómplötur með eigin efni; Nýr dagur 2006, Blik 2009, Monokrom 2012. Ásamt fjölmörgum tónleikum og leikhúsverkefnum innanlands hefur Andrés komið fram í Hollandi, Belgiu, Noregi,Þýskalandi, Luxemburg, Spáni og Bandaríkjunum.