SOUND POST

Jazz kvintettinn Sound Post var stofnaður af Haraldi Guðmundssyni kontrabassaleikara og Hörpu Þorvaldsdóttur söngkonu í Salzburg Austurríki sumarið 2010. Hljómsveitarskipan hefur verið fjölbreytt frá stofnun, allt frá trommulausu tríói yfir í þéttann kvintett, með Lukasi Kletzander á piano, Julian Urabl á gítar og hinmum íslenska bassasöngvara, Þorvaldi Þorvaldssyni á trommur.

Í mars 2012 gaf hljómsveitin út geisladiskinn “Stories”, en hann inniheldur 11 frumsamin jazzlög í stíl Billie Holiday/Diane Krall og var diskurinn hljóðblandaður i Los Angeles af íslenskum grammiverðlaunahafa (fyrir vinnu með Norah Jones, Sheryl Crow og Salomon Burke ofl.) Husky Hösk. Þýska útgafyfyrirtækið Timezone records dreifir Stories í Þýskalandi og Austurríki. Hægt er að kaupa plötuna á soundpost.bandcamp.com.

SoundPost hefur hlotið góðar undirtektir og hafa lög hljómsveitarinnar verið notuð í þýskri stuttmynd svo eitthvað sé nefnt.